Patrice Dromson, heiðurskonsúll Íslands í Strasbourg, forstjóri fasteignasölunnar Dromson í Strasbourg og forseti Dromson hf., lést laugardaginn 13. október síðastliðinn, 71 árs að aldri.
Hann kom að skipulagningu ferðar til Íslands 25. til 28. apríl 2016 og tók þátt í henni ásamt sendinefnd frá Raunvísindastofnun Strassborgar og Eurométropole. Í þessari ferð voru styrkt tengslin milli háskólastofnana og efnt til nýrrar samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Fyrir atbeina Patrice Dromsons var undirrituð viljayfirlýsing um þá samvinnu, að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og þannig stigið fyrsta skrefið.

De gauche à droite : M. Patrice Dromson, consul honoraire d’Islande à Strasbourg, M. Ari Jonsson, président de l’Université de Reykjavik, M. Robert Herrmann, président de l’Eurométropole, M. Renner, directeur de l’INSA de Strasbourg et M. Emmanuel Bachmann, adjoint au Maire d’Illkirch-Graffenstaden –
crédit photo : Thierry Willm
Skólinn hefur misst sterkan bakhjarl. Við geymum minningu um atkvæðamikinn konsúl og mikinn Íslandsvin.
Translated from french into Islandic by Pálmi Jóhannesson, Upplýsingafulltrúi / Attaché de presse Franska sendiráðinu / Ambassade de France – 101 Reykjavík