Patrice Dromson, heiðurskonsúll Íslands í Strasbourg, forstjóri fasteignasölunnar Dromson í Strasbourg og forseti Dromson hf., lést laugardaginn 13. október síðastliðinn, 71 árs að aldri.
Hann kom að skipulagningu ferðar til Íslands 25. til 28. apríl 2016 og tók þátt í henni ásamt sendinefnd frá Raunvísindastofnun Strassborgar og Eurométropole. Í þessari ferð voru styrkt tengslin milli háskólastofnana og efnt til nýrrar samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Fyrir atbeina Patrice Dromsons var undirrituð viljayfirlýsing um þá samvinnu, að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og þannig stigið fyrsta skrefið.
Skólinn hefur misst sterkan bakhjarl. Við geymum minningu um atkvæðamikinn konsúl og mikinn Íslandsvin.
Translated from french into Islandic by Pálmi Jóhannesson, Upplýsingafulltrúi / Attaché de presse Franska sendiráðinu / Ambassade de France – 101 Reykjavík